Rank #1: Albert og Ragnar fara yfir víðan völl - Fylkishjartað, tölvuleikir og hestar

Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson kíktu í spjall á skrifstofu Fótbolta.net í dag en sá síðarnefndi fékk rauða spjaldið í leiknum á laugardag.
Apr 16 2018
Rank #2: Innkastið - VAR fellur með Man Utd og Arsenal fer með himinskautum

Ýtt var á upptöku strax eftir leik Chelsea og Manchester United og leikurinn gerður upp.
Lampard hættur að vera töff, Wan-Bissaka í Allir geta dansað, bannið hjá Manchester City, svakaleg frammistaða Arsenal, fallfnykur Villa, skemmtilegasta lið Championship, Immobile og gjörsamlega fáránleg undanþága í La Liga.
Feb 17 2020
Similar Podcasts
Rank #3: Óskar Hrafn talaði umbúðalaust um íslenska boltann

Óskar er núverandi þjálfari Gróttu og fyrrum íþróttafréttamaður og sérfræðingur Pepsi-markanna, um íslenska fótboltann.
Ýmislegt mætti betur fara í íslenska boltanum eins og fram kemur í spjalli hans við Elvar Geir og Magnús Má.
Sep 01 2018
Rank #4: Innkastið - Íslandsmeistarar í botnsæti

Valsmenn eru í neðsta sæti þegar sjö umferðir eru búnar. ÍBV kom öllum á óvart með því að vinna ÍA og Breiðablik var í miklum ham gegn FH.
Elvar Geir, Tómas Þór og Gunni Birgis fóru yfir 7. umferð Pepsi Max-deildarinnar í Innkastinu.
Jun 03 2019
Most Popular Podcasts
Rank #5: Heimavöllurinn - Landsliðið okkar

Í þættinum ræða þær meðal annars fyrsta æfingahóp Jón Þórs en æfingar fóru fram í byrjun nóvember. Þær fara einnig yfir bestu leikmenn landsliðsins og spennandi leikmenn sem eru að banka á dyrnar sem og fleiri mikilvæg málefni.
Þá má benda á að hægt er að fylgja þættinum á Instagram undir nafninu Heimavöllurinn. Þar má meðal annars álgast nýjustu fréttir af leikmönnum ásamt því að Heimavöllurinn velur leikmann vikunnar og fær til sín gesti í hraðaspurningar.
Nov 27 2018
Rank #6: Miðjan - Landsliðsumræða með Einari Erni og Kristjáni Guðmunds

Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV og Kristján Guðmundsson knattspyrnuþjálfari voru gestir Miðjunnar að þessu sinni. Þeir fóru yfir þessa tvo leiki og spáðu í spilin fyrir næstu leiki landsliðsins sem fara fram í júní gegn Albaníu og Tyrklandi á Laugardalsvelli.
Mar 26 2019
Rank #7: Upphitunarþáttur Pepsi Max-deildarinnar - Öll liðin skoðuð

Spáin fyrir deildina var skoðuð og rætt um öll tólf liðin í deildinni.
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var á línunni og einnig var rætt við Pétur Viðarsson, varnarmann FH.
Apr 20 2019
Rank #8: Stóru fótboltamálin með Gumma Ben

Stóru fótboltamálin voru tekin fyrir og var víða komið við í spjalli hans við Elvar Geir og Tómas Þór.
Enski og íslenski boltinn, landsliðið og fleira var í umræðunni og þá valdi Gummi úrvalslið samherja sinna á ferlinum.
Gummi er búinn að gefa út bók sem kallast Stóra fótboltabókin.
Dec 08 2018
Rank #9: Heimavöllurinn - Varnarsinnuð vonbrigði

Mar 08 2020
Rank #10: Miðjan - Skemmtilegur ferill Hemma Hreiðars

Hemmi spilaði í enska boltanum í fimmtán ár en hann er einnig næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Eftir ferilinn hefur Hemmi þjálfað ÍBV og Fylki auk þess sem hann var síðast aðstoðarþjálfari Kerala Blasters í Indlandi.
Feb 12 2019
Rank #11: Miðjan - Grétar Rafn yfirmaður fótboltamála

Grétar var í stuttri heimsókn hér á landi í vikunni og Fótbolti.net fékk hann í spjall. Hann sagði frá starfi sínu hjá Fleetwood og færði rök fyrir því að staða yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ gæti hjálpað íslenskum fótbolta.
Íslenska landsliðið, framtíðarpælingar og Joey Barton var meðal þess sem rætt var um í Miðjunni að þessu sinni.
Oct 16 2018
Rank #12: Óskar og Aron - Breytingar hjá KR, karfan og Peter Crouch

Apr 19 2018
Rank #13: Innkastið - Samkvæmisleikur og Evrópubolti

Rætt í þættinum: Hazard í sínu besta formi, Liverpool og City einu kandídatarnir, afleit byrjun Burnley og Everton, hvað er í gangi með Ryan Fraiser? Zaha að væla í fjölmiðlum, Wolves með skemmtibolta, Ronaldo vaknaður, Meistaradeildin að fara af stað, o.fl.
Sep 17 2018
Rank #14: Innkastið - Ótímabærir dómar eftir eina umferð

Meðal efnis: Afmælisbarn dagsins, Liverpool byrjar með hvelli, Gylfa fórnað í Wolverhampton, Sarri tuggði sígarettu í flottri byrjun Chelsea, samband Pogba og Mourinho, Cardiff gæti endað langneðst, spá um lið tímabilsins.
Aug 12 2018
Rank #15: Binni Hlö um ævintýralegt ár í Færeyjum

Breiðhyltingurinn Brynjar Hlöðversson varð Færeyjarmeistari undir stjórn Heimis Guðjónssonar í sumar. Hann var einn af þremur sem tilnefndir voru sem leikmaður ársins í deildinni.
Brynjar spjallaði við Elvar og Tómas um ævintýralegt ár í færeyska boltanum, um lífið utan vallar og fleira.
Óvíst er hvort Brynjar verði áfram hjá HB en í viðtalinu metur hann líkurnar á því 60%.
Nov 10 2018
Rank #16: Innkastið - Einvígi um titilinn, bras FH og krakkamiðja Víkings

Deildin er að þróast í tveggja hesta einvígi KR og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn.
Í þætti kvöldsins: Einvígi FH og Breiðabliks um titilinn, er Gísli Eyjólfs að koma heim?, Andri bjargaði Val, ekkert getur bjargað ÍBV, HK-ingar fá hrós, gleðin farin hjá Skagamönnum, gleðin komin hjá Stjörnumönnum, magalending Fylkis, krakkamiðja Víkings, bikarinn og Gunni giskar.
Jun 23 2019
Rank #17: Innkastið - Evrópuhrærigrautur með smá Liverpool lægð

Meðal efni þáttarins: Krísa í Liverpool? Edin Hazard, nú er nóg komið hjá Mourinho, topp 10 bestu hingað til í enska, spenna í Þýskalandi, Gylfi og Jóhann Berg á eldi o.fl. o.fl.
Oct 03 2018
Rank #18: Innkastið - Óróleiki og óvæntir hlutir innan og utan vallar

Elvar Geir, Gunni Birgis og Magnús Már voru á sínum stað en þeir fjórir fóru yfir alla leikina. Í tilefni af komu Tómasar var þátturinn í lengra lagi að þessu sinni!
Rætt var um Gary Martin, agavesen FH-inga, óvænt tap KR í Grindavík, sífelldar breytingar Pedro, búðarferðir leikmanna, tifandi tímasprengju í liði Fram og ýmislegt fleira.
Getur ÍA orðið Íslandsmeistari?
May 16 2019
Rank #19: Innkastið - Klár krísa hjá Val og skeyti frá Eyjum

Elvar Geir og Gunnar Birgisson eru í Innkastinu í kvöld en Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, leysir Magnús Má af í þætti kvöldsins.
Við skoðum alla leikina, skúbbum eitthvað, kíkjum aðeins niður í Inkasso og Gunni giskar á næstu umferð.
Meðal efnis: ÍA vinnur að því að fá miðjumann, Rikki Gje gagnrýnir þjálfara Vals, óánægja í stúkunni á Hlíðarenda, ÞÞÞ lagar net, enginn bjóst við neinu frá Kolbeini, Fylkismenn byrjuðu að sækja í uppbótartíma, Daníel Geir Moritz kom með fréttapunkta frá Eyjum.
May 12 2019
Rank #20: Leiðin út - Oliver Sigurjónsson

Sumir eru þar enn, aðrir komu heim og fóru jafnvel aftur út.
En hvað voru þeir að gera til að komast út og hvernig voru fyrstu skrefin erlendis?
Viðmælandi þáttarins er Oliver Sigurjónsson.
Hann ræðir akademíu Breiðabliks, sjálfstraust, hvernig er best að hefja atvinnumannaferilinn, lífið úti og endurkomuna til Íslands.
Að lokum gefur hann fimmtán ára sjálfum sér ráð áður en hann heldur út í atvinnumennsku.
Umsjónarmaður þáttarins er Gylfi Tryggvason.
Jul 30 2018