OwlTail

Cover image of The Snorri Björns Podcast Show

The Snorri Björns Podcast Show

Snorri Björns og áhugavert fólk.

Weekly hand curated podcast episodes for learning

Popular episodes

All episodes

The best episodes ranked using user listens.

Podcast cover

#27 Sölvi Tryggva - Álag og endurheimt

Sölvi Tryggvason þurfti að þola alvarlegan heilsubrest fyrir áratugi og hefur unnið sig í átt að bættri heilsu síðan þá. Hann gaf á dögunum út bókina “Á eigin skinni” þar sem hann fer yfir mjög víðtækar tilraunir á eigin hug og líkama til þess eins að líða betur. Mataræði, hreyfing, svefn, föstur, bætiefni, kuldaböð, hugleiðsla, öndunaræfingar, tenging við náttúru, og snjallsíma- og skjánotkun eru meðal viðfangsefni bókarinnar. Við áttum gott spjall um leiðir til þess að vinna í sjálfum sér og að betri útgáfu að sjálfum sér. Það vildi svo til að ég tók spjallið upp og ætla að deila því hér með ykkur í þessum þætti.

1hr 42mins

16 Jan 2019

Rank #1

Podcast cover

Magnús Scheving 1/2

25% ASLÁTTUR Í SAFFRAN APPINU MEÐ KÓÐANUM "SNORRI" Alinn upp á Hvammstanga og smiður að mennt. Fljótt á litið virðist þetta ekki uppskriftin af einum farsælasta frumkvöðli Íslandssögunnar og ekki batnar það þegar norðurlandameistaratitlinum í þolfimi er hent í mixið. Magnús hefur komið víða við og segir frá því hvernig hann endaði í brjáluðu formi og á forsetalaunum sem 13 ára unglingur, Englandsferð til að reyna fyrir sér í hnefaleikum, smiðsnám frekar en arkitektúr, íþróttafræði í Noregi, þolfimikennslu í World Class og svo hvernig Latibær náði til 500 milljón heimila í 170 löndum. Í þessari för safnaði Magnús reynslu og situr eftir með pælingar um vinnusemi, stress, skólakerfið, kosti sína og galla, menntun, þjálfunaraðferðir, sjálfstraust, árangur íslenska landsliðsins og af hverju "að setja upp svona stórt concept á heimsmælikvarða er ekki þess virði - það er einhversstaðar sem þú tapar."

1hr 45mins

10 Jul 2019

Rank #2

Similar Podcasts

Podcast cover

#46 - Pétur Jóhann Sigfússon

Fyndnasti maður Íslands 1999 og til dagsins í dag.

1hr 55mins

24 Oct 2019

Rank #3

Podcast cover

#48 - Karen Axels

Karen Axelsdóttir ákvað á einu djamminu að snúa blaðinu við og byrja að hreyfa sig með því að lofa sér í ólympíska þríþraut. Margar slíkar staðhæfingar hafa komið af vörum fólks eftir nokkra drykki á slíkum kvöldum en í staðinn fyrir að vakna með samviskubit yfir orðum sínum fór hún og keypti byrjendapakka þríþrautamannsins. Ólympísk þríþraut samanstendur af 1,5km sundi, 40km hjóli og 10km hlaupi. Önnur og töluvert vinsælli útfærsla af þríþraut gengur undir nafninu IronMan. Hún er ekki fyrir hvern sem er enda synda keppendur 3,8km í opnu vatni, hjóla 180km og eyðileggja sig svo endanlega með því að hlaupa maraþon: 42,2 kílómetra. Ekki nóg með að vinna Ólympísku þríþrautina, nokkrum árum seinna kom Karen í mark í IronMan Austria á 9 klukkustundum og 24 mínútum, nýju Íslandsmeti… karla og kvenna. Þess má geta að Karen var 31 árs tveggja barna móðir þegar hún hóf æfingar. Sagan af íþróttaferli hennar er ótrúlegur og hausinn sem þarf í svona íþrótt finnst ekki víða. Það kom því á óvart að heyra söguna af viðburðum sem Karen þurfti að takast á við seinna á ferlinum sem komust ekki nálægt erfiðleikastigi járnkarlsins að hennar sögn.

3hr 12mins

13 Nov 2019

Rank #4

Most Popular Podcasts

Podcast cover

#47 - Björgvin Páll Gústavsson

Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana. Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. Svona hefst bókin hans Björgvins, Án filters, þar sem hann rekur átakanlega æsku sína og sínar leiðir til að takast á við áföll og aðstæður heima fyrir, leiðir sem bjuggu til karakterinn sem við horfðum á í markinu á Ólympíuleikunum en sömuleiðis manninn sem brotnaði niður fyrr á árinu og var kominn með ógeð á brjálaða handboltakarakternum. Björgvin er búinn að eyða síðustu mánuðum í að gera upp æsku sína og segir frá því ferðalagi á mjög einlægan hátt, ásamt innrás sinni á gelmarkaðinn með Loga Geirs og sigur í nemakeppni Kornax undir handleiðslu meistara síns, Jóa Fel.

2hr 23mins

30 Oct 2019

Rank #5

Podcast cover

#31 - Arnar Péturs

Arnar Pétursson lenti á Íslandi eftir mánaðardvöl og keyrði rakleiðis í stúdíóið til að svara stóru spurningum lífsins: Hvað hvetur mann áfram, hvernig hann horfir á markmið og markmiðasetningu, hvernig skal bregðast við mótlæti og lexíurnar sem hægt er að draga úr afreksíþróttum og heimfæra á daglegt líf.  Arnar á risastóran þátt í hlaupabakteríunni sem ég smitaðist af síðasta sumar en hann tók á sig að búa til fyrir mig hlaupaprógröm fyrir tvö maraþon og það var í því ferli sem ég áttaði mig á öllu því sem hann var að segja í fyrsta podcastinu okkar saman, svo hér mættumst við aftur, ég með ögn betri skilning á því um hvað hlaup snúast og Arnar með einhvernveginn með betri sýn á lífið en allir aðrir sem ég þekki. Ef þú ert hlaupari þá fagnaru þessum þætti enda Arnar bæði fróður um hlaup og góður að koma upplýsingum frá sér en ef þú hefur ekki ennþá áttað þig á fegurðinni í því að hlaupa hratt og lengi þá ættiru að geta heimfært flest allar pælingar sem hér koma fram yfir á það sem þú ert að gera í lífinu.

2hr 54mins

6 Feb 2019

Rank #6

Podcast cover

#23 Runi - Aðalvarðstjóri sérsveitarinnar

Það er mikil leynd yfir störfum sveitarinnar og þeim sem í henni starfa en þessir tæplega 50 karlmenn sem mynda sérsveit ríkislögreglustjóra eru síðasti hópur manna sem hægt er að reiða sig á í hættulegum aðstæðum. Það er engin önnur sveit sem fékk betri eða sérhæfðari þjálfun, það er enginn her sem styður við bakið á þeim og það er ekki í boði af flýja aðstæðurnar eða fara veikur heim ef þér líst ekki á blikuna. Runólfur Þórhallsson er aðalvarðstjóri sérsveitarinnar. Hann fræddi mig um hvaða eiginileika sérsveitarmenn þurfa að hafa, hvernig þeir eru síaðir út í inntökuferlinu, hvaða kröfur eru gerðar til sérsveitarmanna, hvaða áhrif svona starf hefur á fjölskyldulífið og andlega heilsu, af hverju flest vopnuð útköll enda ekki í fjölmiðlum og í hvaða aðstæðum hann hefur sjálfur þurft að takast á við í starfi. "Sérsveit ríkislögreglustjóra er hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál, þar með talin hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin annast handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Sérsveitin sinnir mikilvægu hlutverki varðandi hryðjuverkavarnir svo sem vegna árása, sprengjutilræða, gíslatöku, flugrána og sjórána. Sérsveitin ber þannig ábyrgð á aðgerðum vegna hryðjuverkaviðbúnaðar á sjó og landi og undir hana falla samningaviðræður við gíslatöku og viðbúnaðar vegna sprengjutilfella."

2hr 5mins

19 Dec 2018

Rank #7

Podcast cover

#26 Árni Björn - CrossFit, vegan og langveikt barn

Árni Björn fann sig á botninum, líkamlega og andlega þegar hann var orðinn 130 kíló og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Það liðu ekki nema 2 ár þegar hann fann sig standandi inn á íþróttaleikvangi í Los Angeles, þá sem keppandi í CrossFit. Árni segir okkur frá þessari umbreytingu í sínu lífi, af hverju hann gerðist vegan og hvernig það er að lifa með veikindum langveikrar dóttur sinnar sem greindist með afar sjaldgæfan genagalla.

1hr 49mins

9 Jan 2019

Rank #8

Podcast cover

#41 - Halla Tómasdóttir

45 dögum fyrir forsetakosningarnar 2016, sama dag og hún mældist með 1% fylgi, varð Halla Tómasdóttir forseti í eigin lífi. Sama morgun og fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda áttu sér stað mælist Halla með 2,5% fylgi en skilyrði fyrir þáttöku í kappræðunum var nákvæmlega 2,5% fylgi. Þetta þykir ansi áhugavert í ljósi þess að lokaniðurstöður kosninganna skiluðu Höllu 2. sæti í forsetaframboði með tæplega 30% atkvæða. Í dag er Halla búsett í New York og er forstjóri The B-Team, stofnað af Richard Branson og með stjórnarmenn á borð við Ariönnu Huffington. Fyrr á ferlinum starfaði hún við mannauðsmál og stjórnun hjá ekki minni fyrirtækjum en Pepsi og Mars í Bandraíkjunum, kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, var framkvæmdastjóri viðskiptaráðs, stofnaði Auði Capital og hefur tekið virkan þátt í samtölum um loftlagsmál og jafnrétti í heimunum.

2hr 40mins

14 Aug 2019

Rank #9

Podcast cover

Magnús Scheving 2/2

25% ASLÁTTUR Í SAFFRAN APPINU MEÐ KÓÐANUM "SNORRI" Alinn upp á Hvammstanga og smiður að mennt. Fljótt á litið virðist þetta ekki uppskriftin af einum farsælasta frumkvöðli Íslandssögunnar og ekki batnar það þegar norðurlandameistaratitlinum í þolfimi er hent í mixið. Magnús hefur komið víða við og segir frá því hvernig hann endaði í brjáluðu formi og á forsetalaunum sem 13 ára unglingur, Englandsferð til að reyna fyrir sér í hnefaleikum, smiðsnám frekar en arkitektúr, íþróttafræði í Noregi, þolfimikennslu í World Class og svo hvernig Latibær náði til 500 milljón heimila í 170 löndum. Í þessari för safnaði Magnús reynslu og situr eftir með pælingar um vinnusemi, stress, skólakerfið, kosti sína og galla, menntun, þjálfunaraðferðir, sjálfstraust, árangur íslenska landsliðsins og af hverju "að setja upp svona stórt concept á heimsmælikvarða er ekki þess virði - það er einhversstaðar sem þú tapar."

1hr 16mins

17 Jul 2019

Rank #10

Podcast cover

#29 - FLONI

Eftir að gefa út Tala saman og Leika fylgdi Floni velgengni sinni eftir með 9 laga plötu sem tók efstu 9 sætin yfir vinsælustu lög landsins á Spotify. Vinsældum Flona og vina hans í senunni fylgdi mikið umtal og núna, rúmlega ári síðar, gefur hún út sína aðra plötu: Floni II.

1hr 57mins

30 Jan 2019

Rank #11

Podcast cover

#44 - Jón Jónsson

Tónlistarmaður, hagfræðingur, sjónvarpsþáttastjórnandi, heimilisfaðir, eiginmaður, stóri bróðir Frikka Dórs, motivational speaker, motivational musician og nú síðast maraþonhlaupari. Ekki nóg með að klára maraþon þá stimplaði hann sig inn sem einn besti maraþonhlaupari okkar Íslendinga í leiðinni. Það verður að sjálfsögðu snert á maraþon reynslusögunni í þessum þætti - en það er ekki hægt að fá Jón hingað og tala bara um hlaup. Það væru vörusvik.

1hr 52mins

18 Sep 2019

Rank #12